Gott að taka málsýnið við aðstæður sem eru barninu eðlilegar og þekktar til að málsýnið endurspegli raunverulega og dæmigerða getu barnsins til að tjá sig. Byrjaðu á að hita upp með almennu spjalli áður en hafist er handa við að taka upp. Náðu góðu augsambandi og notaðu viðeigandi tónhæð. Sýndu barninu áhuga og reyndu að skapa létt of afslappað andrúmsloft. Hafðu eftirfarandi atriði í huga

Barnið á að leiða samtalið en hægt er að ýta undir máltjáninguna með því að hvetja það áfram (sjá nánar í handbók)

Dæmi

Fylgið áhuga barnsins við val á umræðuefni og leikföngum. Ef barnið hefur mikinn áhuga á risaeðlum, bílum eða ákveðnum bókum notið þá þessi viðfangsefni þegar þið eruð að laða fram máltjáningu barnsins.

Dæmi

Opnar spurningar auka líkur á því að barnið tjái sig í setningahlutum eða heilum setningum frekar en þegar barnið er spurt með lokuðum spurningum. Dæmi um opna spurningu er hvað gerðist… , hvernig gera/gerðu…., hvers vegna gerir/gerði…? Dæmi um lokaða spurningu er var gaman í leikskólanum, ertu að fara heim?

Dæmi

Ef barnið þegir og segir ekkert getur verið að það sé að hugsa sig um hvernig það á að orða hugsun sína eða hvað það ætlar að segja næst. Munið að þagnir eru alls ekki hættulegar, þær eru hluti af máltjáningunni. Gefið barninu tíma til að tjá sig og aðlagið samskiptin að þeim hraða sem það tjáir sig á.

Dæmi 1

Dæmi 2

Ef þagnir myndast getur viðmælandi stungið upp á efni til að tala um. Gott ráð til að hvetja barnið áfram til að tjá sig er að endurtaka setninguna sem barnið var að ljúka við. Það sýnir líka virka hlustun.

Dæmi

Mikilvægt er að forðast að yfirheyra barnið, sleppa spurningum sem leiða að ákveðnum svörum og spyrja ekki margra spurninga þar sem barnið veit að viðmælandinn veit svarið. Sá sem tekur málsýnið má ekki yfirgnæfa samtalið með því að tala of mikið, markmið málsýnisins er að laða fram tal barnsins svo hægt sé að athuga hvernig barnið notar málið.

Dæmi

Forðist að skipta oft um umræðuefni.  Það er ekki viðmælandans að ákveða um hvað umræðurnar eiga að vera. Samtalið verður mun áhugaverðara og skemmtilegra ef barnið leiðir það og fær að tala um það sem því er hugleikið.