Þegar búið er að afrita málsýnið þarf að hefjast handa við að greina það og bera saman við önnur málsýni barna á svipuðum aldri. Gott er að renna yfir sýnið og sjá hvort barnið virðist eiga erfitt með að orða hugsanir sínar, sé lengi að finna orð og hugtök eða hvort það sé með mikla útúrdúra, hik, hökt eða hækjuorð. Einnig þarf að skoða málfræðivillur hvers eðlis þær eru og hver sé tíðni þeirra miðað við jafnaldra. Berið saman við meðaltöl HFO, FMO og MLS og einnig villur.

 

Hægt er að finna aldursbundin viðmið í eftirfarandi grein Jóhönnu og Álfhildar sjá http://netla.hi.is/malsyni-leikskolabarna-aldursbundin-vidmid-2/