Hugbúnaðurinn Málgreini (Jóhanna Thelma Einarsdóttir og Stefán Carl Peiser, 2016) tekur við skjölum á Word formi og reiknar út Heildarfjölda segða, Meðallengd segða, Heildarfjölda orða, Fjölda mismunandi orða, Fjölda óskiljanlegra svara, Fjölda já/nei svara og hlutfall villna í málsýni. Hugbúnaðinn er að finna á eftirfarnandi heimasíðu http://malgreinir.herokuapp.com/.

Hér á eftir eru nokkur atriði um hvernig Málgreinir telur fjölda orða

Athugið Málgreinir telur á eftirfarandi hátt

B Ég fer í dag. ( Heildarfjöldi orða 4 – Fjöldi mismunandi orða 4)

B Tveir í gamla leikskólanum mínum og Kjartan. ( Heildarfjöldi orða 7 – Fjöldi mismunandi orða 7)

B Ég fer í flottum stígvélum í dag. ( Heildarfjöldi orða 7 – Fjöldi mismunandi orða 6)

Hornklofar Orð innan hornklofa eru ekki talin með sem orð

B [Mmm svo ég svo eg] Leikum. ( Heildarfjöldi orða 1 – Fjöldi mismunandi orða 1)

B Ég fór i þarna tækið sem að [sem þarna þarna þarna þarna] maður átti að stíga á [svona á þarna] l jós. ( Heildarfjöldi orða 13 – Fjöldi mismunandi orða 12)

Gæsalappir. Gæsalappir tákna villur eins og áður hefur komið fram og eru þær nokkuð vandmeðfarnar. Orð innan gæsalappa eru talin sem sérstök orð.

B Ég á „heimir“

Málgreinir telur hér heildarfjöldi orða eru 3 og fjöldi mismunandi orða eru 3. Hlutfallslegur fjöldi villna er 1 orð af 3 eða 33%.

Passa aukabil. Gæta þarf þess að skrá gæsalappir á réttan hátt og passa að setja ekki aukabil því annars koma villur í talningu forritsins. Ef aukabil er sett á undan eða eftir orðinu á undan seinni hluta gæsalappa telur forritið aukaorð. Orð innan gæsalappa eru talin sem sérstök orð og geta skekkt fjölda mismunandi orða.

B Ég fer „heims“ í dag.

Málgreinir telur hér heildarfjöldi orða eru 5 og fjöldi mismunandi orða eru 5

B Ég fer „ heims“ í dag. Aukabil á undan

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða eru 6 og fjöldi mismunandi orða eru 6

B Ég fer „heims “ í dag. Aukabil á eftir

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða eru 6 og fjöldi mismunanda orða eru 6

B Ég fer „ heims “ í dag. Aukabil á undan og á eftir

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða eru 7 og fjöldi mismunandi orða eru 7

Orð innan gæsalappa eru talin sem sérstök orð og geta skekkt fjölda mismunandi orða.

B Ég fer „í flottri stígvélann“ í dag.

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða 7 og fjölda mismunandi orða einnig 7 þó að orðið í komi tvisvar fyrir en þar sem það kemur fyrir innan gæsalappa þá er það talið sérstaklega Hlutfall villna er hér 14% þar sem það sem er innan sömu gæsalappa er talið sem ein villa.

B Ég fer í „flottran stígvélunum“ í dag.

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða 7 en fjölda mismunandi orða 6 þar sem í er haft utan gæsalappa. Hlutfall villna er hér 14% þar sem það sem er innan sömu gæsalappa er talið sem ein villa.

Athugið

Ef það er villa í setningu barnsins þannig að það vantar orð þá er „villuorðið“ talið með. Orðið sem vantar er haft inni í gæsalöppum.

B hann „“ úti.

Í þessari setningu eru tvö orð villulaus en villan felst í orðinu sem vantar sem er í þessu tilfelli er. Þess vegna eru í þessari setningu talin sem þrjú mismunandi orð en heildarfjöldi orða eru tvö

B Ég fer „“ í dag.

Á sambærilegan hátt eru telur Málgreinir að hér séu 5 mismunandi orð en heildarfjöldi orða 4

Munið að aukabilin geta verið varasöm !!

B Ég fer „ “ í dag. 6 mismunandi orð en heildarfjöldi orða 6

Hætta við í miðri frásögn
Ef barnið hættir við í miðri frásögn er það táknað með > og er ekki talið með sérstaklega

B Blátt er kassi og>

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða eru 4 og fjöldi mismunandi orða eru 4

Óskiljanleg orð
Fjöldi óskiljanlegra orða er táknaður með XXX sama hversu mörg orð eða atkvæði eru í orðinu. Eitt XXX er talið sem eitt orð.

B Ég fer í flottum XXX í dag.

Málgreinir telur hér heildarfjölda orða eru 7 og fjöldi mismunandi orða eru 6 þar sem forsetningin í kemur tvisvar fyrir .