Málsýni eru stutt sýnishorn af máltjáningu barna og unglinga. Málsýnin endurspegla máltjáningu barnsins í daglegu lífi við algengar aðstæður. Margar rannsóknir á máltöku barna hafa byggst á málsýnatöku eða með því að skrá máltjáningu barnanna á skipulegan hátt. Málsýni eru notuð til að skoða virka máltjáningu barna, orðaforða þeirra, meðallengd segða, fjölda mismunandi orða, málfræðivillur og málfræðiatriði. Einnig er hægt að nota málsýni til að skoða algengi og tíðni orða. Máltjáning barnanna er athuguð meðan þau tjá sig sjálfsprottið í leik eða að spjalla við fullorðin einstakling. Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig taka á málsýni, afrita það og vinna úr því. Ennfremur er hægt að finna viðmiðunartölur og reikna út hvar barnið stendur miðað við jafnaldra. Á heimasíðunni er tenging við tölvuforritið Málgreini (Jóhanna T. Einarsdóttir og Stefán C. Peiser, 2016) sem vinnur úr málsýnunum á fljótlegan og einfaldan hátt.